Jæja þá er jólaösin búin og allt sem því fylgir og þá getur maður farið að blogga aftur og prjóna eitthvað af viti.
Frá því síðast hef ég kannski ekki afrekað miklu en þó ef ég fer að rifja upp þá heklaði ég hálfan jólakjól. Eða sko saumaði neðri partinn og heklaði þann efri. Held þetta sé að mínu mati flottasta flík sem ég hef búið til, er alveg svakalega stolt.
Ég ákvað að fara í sumarbústað yfir jólin og var það alveg einstaklega ljúft. Milli þess sem var borðað, sofið, opnað gjafir, fariðút að labba og setið í pottinum þá heklaði ég nokkra ungbarna slefsmekki, alveg gasalega sæta. Ótrúlega skemmtilegt líka, og nei ég er ekki ólétt... :) Ok já ég veit það eru 2 myndir eins,,,, hahaha,,, gat ekki eytt minni myndinni sama hvað ég reyndi, nennti svo ekki að gera nýja færslu, letinginn ég.
Ég ákvað að fara í sumarbústað yfir jólin og var það alveg einstaklega ljúft. Milli þess sem var borðað, sofið, opnað gjafir, fariðút að labba og setið í pottinum þá heklaði ég nokkra ungbarna slefsmekki, alveg gasalega sæta. Ótrúlega skemmtilegt líka, og nei ég er ekki ólétt... :) Ok já ég veit það eru 2 myndir eins,,,, hahaha,,, gat ekki eytt minni myndinni sama hvað ég reyndi, nennti svo ekki að gera nýja færslu, letinginn ég.
Jæja ætla niður í kjallara að skoða garnlagerinn minn,,, er með prjónakláða í puttunum, læt ykkur vita hvað verður úr kláðanum.