Monday, December 29, 2008

Gleðileg jól




Jæja þá er jólaösin búin og allt sem því fylgir og þá getur maður farið að blogga aftur og prjóna eitthvað af viti.







Frá því síðast hef ég kannski ekki afrekað miklu en þó ef ég fer að rifja upp þá heklaði ég hálfan jólakjól. Eða sko saumaði neðri partinn og heklaði þann efri. Held þetta sé að mínu mati flottasta flík sem ég hef búið til, er alveg svakalega stolt.
Ég ákvað að fara í sumarbústað yfir jólin og var það alveg einstaklega ljúft. Milli þess sem var borðað, sofið, opnað gjafir, fariðút að labba og setið í pottinum þá heklaði ég nokkra ungbarna slefsmekki, alveg gasalega sæta. Ótrúlega skemmtilegt líka, og nei ég er ekki ólétt... :) Ok já ég veit það eru 2 myndir eins,,,, hahaha,,, gat ekki eytt minni myndinni sama hvað ég reyndi, nennti svo ekki að gera nýja færslu, letinginn ég.

Jæja ætla niður í kjallara að skoða garnlagerinn minn,,, er með prjónakláða í puttunum, læt ykkur vita hvað verður úr kláðanum.














Monday, November 3, 2008

Námskeið









Jæja þá er loksins komið að því að halda námskeið, hef útbúið auglýsingu og læt hana fylgja hér fyrir neðan. Endilega ef þið hafið einhverjar spurningar þá getið þið sett þær í comment.
Hér er svo mynd af léttlopapeysunni sem átti að vera á Bjart en endaði á Ásu þannig að ný peysa er komin á prjónana fyrir Bjart.



Sunday, October 19, 2008

Ég er enn á lífi.... :)







Já ég er enn á lífi þrátt fyrir engin blogg eða nokkurn skapaðan hlut. Tók loksins myndir af gulu peysunni sem ég er löngu búin með og set inn líka myndir af svörtu pinwheel peysunni á Ásu.
Síðan síðast hef ég verið að prufa allskyns smáhluti, fann uppskrift af jólakúlum á Ravelry og prjónaði 2 slíkar, prjónaði tvenna barnavettlinga úr Lopa bók sem ég á þó eftir að setja þumlana í og er að vinna að því að klára ýmis verkefni fyrir aðra.
Byrjaði á peysu á Bjart á fimmtudaginn sem heitir Vetur og er í nýju Lopa bókinni frá Ístex. Er búin með búkinn og aðra ermina, reyni að klára hina ermina í dag og vonandi meira..:)
Þessa dagana er ég líka að undirbúa námskeið sem koma til með að standa til boða tvisvar í viku og getur þú skráð þig með minnst eins dags fyrirvara og mætt til að fá aðstoð við að prjóna það sem þig langar að prjóna. Getur tekið með þér það sem þú ert að reyna að prjóna en ert strand vegna skilningsleysis á uppskrift eða eitthvað þess háttar og ég kem þér af stað. Þess vegna hef ég ákveðið að hafa þetta stutta og eins ódýra tíma og hægt er til að þú getir svo komið aftur og aftur til að geta klárað flíkina. Mjög sniðugt að vera með kannski fleira en eitthvað eitt á prjónunum til að nýta tímann sem best, verð þó með mismunandi tímalengdir og þá verð í boði. Er að útfæra þetta og verð komin með auglýsingu væntanlega í þessari viku, endilega sendið mér póst á snigla@snigla.com ef þið hafið áhuga eða bara í comment hér að neðan.
Reyni að vera duglegri að blogga hér eftir, kem með mynd af peysunni hans Bjarts von bráðar...

Tuesday, September 16, 2008

Prjónað inni í rigningunni



Það er eitthvað við það að sitja inni í rigningunni og rokinu og prjóna, bara róandi.


Er rétt í þessu að klára peysu sem ég byrjaði á fyrir hana Ásu mína og þó ég segi sjálf frá þá er hún alveg svaðalega flott, get bara eiginlega ekki beðið eftir því að byrja á næstu. Hún heytir Pinwheel sweater og er prjónuð svona hring eftir hring, veit ekki alveg hvernig ég á að orða það. Þetta er innsti hringurinn á myndinni svo prjónast hún bara áfram og hringurinn stækkar alltaf og stækkar,,, verð komin með mynd af henni fullkláraðri á morgun vonandi.


Annars er það að frétta af February lady sweater peysunni að ég á bara eftir aðra ermina á henni þannig að hún gengur mjög vel líka og er planið að klára hana á morgun í prjónaklúbbnum, jíííhhhaaaa. Þá get ég gert fleiri svona pinwheel peysur,, alveg komin með munstrið í næstu í hausinn, brjálað skemmtilegt.
Jæja verð í bandi á morgun eða á fimmtudag eftir klúbbinn með myndir af peysunum fullklárðuðum,,,
Blessó

Monday, September 1, 2008

Jæja

Þá er horið að vísu ekki farið, en minna er það. Búin að skrá mig á http://www.ravelry.com/ sem er alveg snilldar prjónasamfélag. Þar er fólk allstaðar að úr heiminum að skiptast á uppskriftum og sína sitt handverk og sjá hjá öðrum. Fullt af skemmtilegum grúppum og ofboðslega gaman að skoða allt sem þetta fólk er að gera í massavís.

Er byrjuð á peysu sem ég fann þarna og skrái inn hvenær ég byrja á henni og svo þegar ég er búin. Svo ,,póstar" maður inn svona hvernig gengur þannig að það eru oft myndir af öllu ferlinu sem getur verið mjög skemmtilegt að skoða.


Þessi peysa sem ég valdi mér að gera heitir February-lady-sweater og eru einhver þúsund ravelry áhangenda búnir að prjóna þessa peysu. Hér er ein mynd af byrjuninni, ég byrjaði sem sagt í gærkvöldi.





Einnig er ég með hérna mynd af bindi sem ég prjónaði fyrir prjónað til góðs á menningarnótt. Syni mínum fannst það frekar cool þegar ég var að prjóna það en skipti svo ærlega um skoðun þegar það var tilbúið og ég rétt náði að plata hann til að bera það fyrir myndatöku...
.... ekki alveg til í þetta.
Kem svo með framhaldið af lady peysunni minni vonandi bráðlega...




Wednesday, August 27, 2008

Hor, hor, hor

Sæl öllsömul
Hvort það er kuldinn og bleytan á menningarnótt eða sú staðreynd að ég er að vinna í sýklabæli sem olli því að ég ligg í rúminu veit ég ekki en mikið var gaman að kíkja á prjónarana í Hallargarðinum á laugardaginn. Stemmingin hefði þó verið mun betri ef veðrið hefði verið skemmtilegra, var búin að sjá fyrir mér að krakkarnir myndu bara leika sér í grasinu meðan ég prjónaði. Kom þó við og keypti merki og lét eftir smá prjónaskap. Ég hafið ekki vit á því að klæða börnin í pollagalla áður en við fórum með strætó frá Hafnarfirði til höfuðborgarinnar og þurfti því að fara hratt yfir allt sem búið var að setja á dagskrána fyrir daginn.

Af prjónaskap er það að frétta að ég er byrjuð á jólagjöfunum í ár og þegar ég verð aðeins hressari set ég smá sýnishorn hér inn.

Kveð í bili, leggst aftur í rúmið....

Thursday, August 14, 2008

Smá hliðarspor :)




Já já já, kápan ég veit.
Komst að því að tvíburarnir sem eiga að fá kápurnar eru bara 5 mánaða og nota þær ekki fyrr en kannski um 1 árs.... ákvað að fresta því augnablik,, en er smátt og smátt að klára,,, þarf að hekla ansi marga litla hringi á húfuna sem fylgir með....

En að hliðarsporinu frá kápunni. Kallinn farinn í veiði og þá fer alltaf allt á flug. Fór niður í kjallara aðeins, þar sem ég er með vinnuaðstöðu, og náði í nokkur box og smá garn. Ætlaði að fara að prjóna mér tösku sem ég fann í einhverri bók á bókasafninu en endaði með því að búa til hálsmen... hahaha
Var að endurútfæra hálsmen sem ég bjó einu sinni til og er svona smá uppáhalds hálsmen hjá mér. Vandræðin með að gera fleiri voru þau að það sem ég hengdi neðst í það keypti ég í Boston og hef hvergi fundið neitt í líkingu við það. Hef þó gert nokkur sem ég er aldrei eins ánægð með og það fyrsta.


Byrjaði á einu grænu áðan án þess að vera búin að ákveða hvað færi neðst og rakst svo á þetta frábæra, fíngerða garn sem ég notaði til að hekla utan um stóra perlu. Er frekar ánægð með útkomuna.



Bolurinn sem dóttir mín, the model, er með á myndunum gerði ég í sumarfríinu úr afgangs garni sem einnig fannst í kjallaranum.


Á sennilega eftir að vera að langt fram á kvöld, er alveg í ham......
þangað til næst... bæó