Monday, August 11, 2008

Prjónað til góðs


Spennandi viðburður framundan fyrir prjónara landsins. Prjónað til góðs á menningarnótt þar sem prjónað verður, í bleiku, til styrktar krabbameinsfélaginu... Skoðið það betur hér. Ég ætla allavega að mæta og er byrjuð, reyndar að hekla. Hér er afraksturinn...
Já ég er enn að svíkjast undan kápunni,,,,, en henni fylgdi húfa líka og er ég að klára ,,dúllurnar" á húfunni núna.
Þar til næst,,,,

Thursday, August 7, 2008


Gat ekki setið á mér. Þessi varð að koma, stalst aðeins áfram í gardínu heklið, lofa að klára kápuna á morgun. :)
Bara smá bútur kominn en varð að prufa og sjá hvernig þetta kemur út, ekki kannski mikið að marka. Liturinn sést ekki alveg nógu vel þar sem birtan er mikil úti en þær eru sem sagt GRÆNAR.

Jæja ætla að halda aðeins áfram áður en ég fer út með hundinn...

Þá er komið að því

Ég er dottin í netprjónið, loksins farin að líta upp frá prjónunum og gleyma mér á netinu. Hef alltaf verið í vandræðum með að ,,sörfa" á netinu eins og það er kallað, aldrei fundið neitt nógu spennandi, þar til nú. Prjónablogg, prjónasíður og prjónagrúppur eru gjörsamlega búin að heltaka mig þessa stundina.

Ákvað að láta slag standa og gera mitt eigið prjónablogg. Þá getið þið, sem hafið áhuga, kannski bara ég,, haha, fylgst með því sem er á prjónunum hverju sinni.

Er þessa stundina að stelast í að hekla mér gardínur. Á að vera að klára barnakápu sem ég tók að mér fyrir sumarfrí. Svakalega lítið eftir, á bara alveg rosalega erfitt með að halda mér við efnið. Set kannski inn mynd þegar ég er búin að klára hana, ætla að vera búin með hana fyrir mánudag því þá fer ég aftur í vinnuna eftir langt sumarfrí.

Byrjaði einmitt sumarfríið á því að hekla og sauma gardínur fyrir vinnufélaga og varð þá alveg veik fyrir hekluðum gardínum. Það þarf ekki að spyrja að því að mínar gardínur verða auðvitað grænar þar sem grænn er frekar ríkjandi í mínu lífi eins og þeir sem mig þekkja ættu að kannast við.

Allavega, stefnan er á kláraða kápu um helgina og kannski ég skelli inn sýnishorni af gardínunum um helgina líka, ef ekki þá endilega rekið á eftir mér.

Kveð að sinni