Thursday, August 14, 2008

Smá hliðarspor :)




Já já já, kápan ég veit.
Komst að því að tvíburarnir sem eiga að fá kápurnar eru bara 5 mánaða og nota þær ekki fyrr en kannski um 1 árs.... ákvað að fresta því augnablik,, en er smátt og smátt að klára,,, þarf að hekla ansi marga litla hringi á húfuna sem fylgir með....

En að hliðarsporinu frá kápunni. Kallinn farinn í veiði og þá fer alltaf allt á flug. Fór niður í kjallara aðeins, þar sem ég er með vinnuaðstöðu, og náði í nokkur box og smá garn. Ætlaði að fara að prjóna mér tösku sem ég fann í einhverri bók á bókasafninu en endaði með því að búa til hálsmen... hahaha
Var að endurútfæra hálsmen sem ég bjó einu sinni til og er svona smá uppáhalds hálsmen hjá mér. Vandræðin með að gera fleiri voru þau að það sem ég hengdi neðst í það keypti ég í Boston og hef hvergi fundið neitt í líkingu við það. Hef þó gert nokkur sem ég er aldrei eins ánægð með og það fyrsta.


Byrjaði á einu grænu áðan án þess að vera búin að ákveða hvað færi neðst og rakst svo á þetta frábæra, fíngerða garn sem ég notaði til að hekla utan um stóra perlu. Er frekar ánægð með útkomuna.



Bolurinn sem dóttir mín, the model, er með á myndunum gerði ég í sumarfríinu úr afgangs garni sem einnig fannst í kjallaranum.


Á sennilega eftir að vera að langt fram á kvöld, er alveg í ham......
þangað til næst... bæó

1 comment:

Halldóra said...

En flottur heklaði bolurinn !