Tuesday, September 16, 2008

Prjónað inni í rigningunni



Það er eitthvað við það að sitja inni í rigningunni og rokinu og prjóna, bara róandi.


Er rétt í þessu að klára peysu sem ég byrjaði á fyrir hana Ásu mína og þó ég segi sjálf frá þá er hún alveg svaðalega flott, get bara eiginlega ekki beðið eftir því að byrja á næstu. Hún heytir Pinwheel sweater og er prjónuð svona hring eftir hring, veit ekki alveg hvernig ég á að orða það. Þetta er innsti hringurinn á myndinni svo prjónast hún bara áfram og hringurinn stækkar alltaf og stækkar,,, verð komin með mynd af henni fullkláraðri á morgun vonandi.


Annars er það að frétta af February lady sweater peysunni að ég á bara eftir aðra ermina á henni þannig að hún gengur mjög vel líka og er planið að klára hana á morgun í prjónaklúbbnum, jíííhhhaaaa. Þá get ég gert fleiri svona pinwheel peysur,, alveg komin með munstrið í næstu í hausinn, brjálað skemmtilegt.
Jæja verð í bandi á morgun eða á fimmtudag eftir klúbbinn með myndir af peysunum fullklárðuðum,,,
Blessó

Monday, September 1, 2008

Jæja

Þá er horið að vísu ekki farið, en minna er það. Búin að skrá mig á http://www.ravelry.com/ sem er alveg snilldar prjónasamfélag. Þar er fólk allstaðar að úr heiminum að skiptast á uppskriftum og sína sitt handverk og sjá hjá öðrum. Fullt af skemmtilegum grúppum og ofboðslega gaman að skoða allt sem þetta fólk er að gera í massavís.

Er byrjuð á peysu sem ég fann þarna og skrái inn hvenær ég byrja á henni og svo þegar ég er búin. Svo ,,póstar" maður inn svona hvernig gengur þannig að það eru oft myndir af öllu ferlinu sem getur verið mjög skemmtilegt að skoða.


Þessi peysa sem ég valdi mér að gera heitir February-lady-sweater og eru einhver þúsund ravelry áhangenda búnir að prjóna þessa peysu. Hér er ein mynd af byrjuninni, ég byrjaði sem sagt í gærkvöldi.





Einnig er ég með hérna mynd af bindi sem ég prjónaði fyrir prjónað til góðs á menningarnótt. Syni mínum fannst það frekar cool þegar ég var að prjóna það en skipti svo ærlega um skoðun þegar það var tilbúið og ég rétt náði að plata hann til að bera það fyrir myndatöku...
.... ekki alveg til í þetta.
Kem svo með framhaldið af lady peysunni minni vonandi bráðlega...