
Það er eitthvað við það að sitja inni í rigningunni og rokinu og prjóna, bara róandi.
Er rétt í þessu að klára peysu sem ég byrjaði á fyrir hana Ásu mína og þó ég segi sjálf frá þá er hún alveg svaðalega flott, get bara eiginlega ekki beðið eftir því að byrja á næstu. Hún heytir Pinwheel sweater og er prjónuð svona hring eftir hring, veit ekki alveg hvernig ég á að orða það. Þetta er innsti hringurinn á myndinni svo prjónast hún bara áfram og hringurinn stækkar alltaf og stækkar,,, verð komin með mynd af henni fullkláraðri á morgun vonandi.

Jæja verð í bandi á morgun eða á fimmtudag eftir klúbbinn með myndir af peysunum fullklárðuðum,,,
Blessó
2 comments:
Þú ert svo otrúlega myndarleg með þetta prjón þitt :) Ég er að reyna að prjóna en má svo engan veginn vera að þessu og nenni ekki að klára neitt :-/
Vildi bara kvitta - hef kíkt á síðuna þína af og til, sá slóðina á msn :)
Kveðja,
Þóra Jenny (bekkjarsystir úr Kennó, 1-D :) )
oh þessi peysa er ÆÐI, þú verður að pósta mynd af henni hérna inn.
Post a Comment