Sunday, October 19, 2008

Ég er enn á lífi.... :)







Já ég er enn á lífi þrátt fyrir engin blogg eða nokkurn skapaðan hlut. Tók loksins myndir af gulu peysunni sem ég er löngu búin með og set inn líka myndir af svörtu pinwheel peysunni á Ásu.
Síðan síðast hef ég verið að prufa allskyns smáhluti, fann uppskrift af jólakúlum á Ravelry og prjónaði 2 slíkar, prjónaði tvenna barnavettlinga úr Lopa bók sem ég á þó eftir að setja þumlana í og er að vinna að því að klára ýmis verkefni fyrir aðra.
Byrjaði á peysu á Bjart á fimmtudaginn sem heitir Vetur og er í nýju Lopa bókinni frá Ístex. Er búin með búkinn og aðra ermina, reyni að klára hina ermina í dag og vonandi meira..:)
Þessa dagana er ég líka að undirbúa námskeið sem koma til með að standa til boða tvisvar í viku og getur þú skráð þig með minnst eins dags fyrirvara og mætt til að fá aðstoð við að prjóna það sem þig langar að prjóna. Getur tekið með þér það sem þú ert að reyna að prjóna en ert strand vegna skilningsleysis á uppskrift eða eitthvað þess háttar og ég kem þér af stað. Þess vegna hef ég ákveðið að hafa þetta stutta og eins ódýra tíma og hægt er til að þú getir svo komið aftur og aftur til að geta klárað flíkina. Mjög sniðugt að vera með kannski fleira en eitthvað eitt á prjónunum til að nýta tímann sem best, verð þó með mismunandi tímalengdir og þá verð í boði. Er að útfæra þetta og verð komin með auglýsingu væntanlega í þessari viku, endilega sendið mér póst á snigla@snigla.com ef þið hafið áhuga eða bara í comment hér að neðan.
Reyni að vera duglegri að blogga hér eftir, kem með mynd af peysunni hans Bjarts von bráðar...

5 comments:

Unknown said...

Peysan hennar Ásu er æði :)

Rosa sniðugt að bjóða upp á svona námskeið. Gæti vel verið að ég nýtti þau ef ég lendi í vandræðum með prjónið mitt :)

eddaprjonar said...

gaman að einhver fylgist með... kann ekki að setja inn þannig að ég sjái hversu margir skoði síðuna, hahaha hélt ég væri bara að skrifa fyrir sjálfan mig.

Takk fyrir commentið og gaman að heyra frá þér, set inn auglýsingu hér inn þegar ég fer af stað með námskeiðin.

Unknown said...

Ég sá bara linkinn í msn-statusnum þínum :)

Býrðu svo vel að eiga uppskrift að lopapeysu úr lopa? Allt sem ég á og finnst flott er úr léttlopa. Er ekki munur á milli lykkna og mynsturs í léttlopapeysum og lopapeysum?

eddaprjonar said...

Já ég á einhverjar uppskriftir úr lopa, á blað númer 1 frá Ístex held að þær séu allar úr lopa og jú það er einhver munur á lykkjufjölda, lopinn er töluvert þykkari. Svo geturu farið í handprjónasambandið á skólavörðustíg og þar er hægt að fá í ljósriti uppskriftir af einstaka peysum, þær eiga fullt af lopauppskriftum.

Halldóra said...

Æðislegar peysur!
Febrúar- og pinwheel peysan :-)