Þá er horið að vísu ekki farið, en minna er það. Búin að skrá mig á http://www.ravelry.com/ sem er alveg snilldar prjónasamfélag. Þar er fólk allstaðar að úr heiminum að skiptast á uppskriftum og sína sitt handverk og sjá hjá öðrum. Fullt af skemmtilegum grúppum og ofboðslega gaman að skoða allt sem þetta fólk er að gera í massavís.
Er byrjuð á peysu sem ég fann þarna og skrái inn hvenær ég byrja á henni og svo þegar ég er búin. Svo ,,póstar" maður inn svona hvernig gengur þannig að það eru oft myndir af öllu ferlinu sem getur verið mjög sk
emmtilegt að skoða.

Þessi peysa sem ég valdi mér að gera heitir February-lady-sweater og eru einhver þúsund ravelry áhangenda búnir að prjóna þessa peysu. Hér er ein mynd af byrjuninni, ég byrjaði sem sagt í gærkvöldi.

.... ekki alveg til í þetta.
Kem svo með framhaldið af lady peysunni minni vonandi bráðlega...
No comments:
Post a Comment